Framkvæmdaeftirlit og verkefnagát

Verkefnagát  er vaxandi þáttur í starfsemi Mannvits. Verkefnagát er m.a. eftirfylgni með kostnaðar- og tímaáætlunum, mat á framvindu og gæðaeftirlit og tryggir þannig faglega heildaryfirsýn á öllum stigum framkvæmda.

Á framkvæmdatíma er fylgst með að vinnubrögð séu í samræmi við gerða samninga, staðla og opinberar samþykktir. Haldnir eru verkfundir, kostnaðar- og tímaáætlanir eru yfirfarnar og tryggt að upplýsingar skili sér á milli verkkaupa og verktaka. Við verklok er gengið frá skilagrein til verkkaupa með samantekt á helstu þáttum verksins.

Verkefni, sem eftirlitsmenn Mannvits sinna, eru margvísleg og tengjast eftirliti með húsbyggingum og öðrum mannvirkjum.m.a. úttektum og ástandskönnunum, áhættumati, áætlanagerð, verklýsingum og eftirliti með húsbyggingum og öðrum mannvirkjum.

Nákvæm greining veitir aukið gangsæi og gefur upplýsingar til ákvarðanatöku snemma í verkefninu þegar enn er tími til að bregðast við og leiðrétta það sem kann að hafa farið úrskeiðis.

Verkefnagát býður m.a. uppá:

Verkefnagát, framvinda

Metin er framvinda sem veitir upplýsingar um unnið virði (earned value), þ.e. hvar verkefnið er statt miðað við kostnaðar- og tímaáætlanir. 

Verkefnagát, frammistöðuvísar kostnaðar

Reiknaðir eru frammistöðuvísar kostnaðar (CPI, Cost Performance Index), þ.e. hvort verkefnið er undir eða yfir kostnaðaráætlun.  Útreikningur á hver verður líklegur endanlegur kostnaður verkefnisins er gerður vikulega eða eigi sjaldnar en mánaðarlega á meðan verkefnið stendur yfir.

Verkefnagát, frammistöðuvísar tímaáætlunar

Reiknaðir eru frammistöðuvísar tímaáætlunar (SPI, Scedule Performance Index), þ.e. hvort verkefnið er undir eða yfir tímaáætlun.  Útreikningur á hver verða líkleg verklok verkefnisins er gerður vikulega eða eigi sjaldnar en mánaðarlega á meðan verkefnið stendur yfir.

Jón Már Halldórsson

Sviðsstjóri verkefnastjórnunar

422 3421