Göng

Mannvit hefur áratuga reynslu í hönnun jarðganga sem og ráðgjöf og eftirlit með jarðgangagerð.  Hjá Mannviti starfa sérfræðingar í bæði veggöngum og virkjunargöngum sem veita þjónustu sem spannar allt svið jarðgangagerðar, allt frá rannsóknum til útboðshönnunar og eftirlits.  Verkreynslan nær yfir neðansjávar veggöng til vegganga á landi, láréttra sem lóðréttra ganga á virkjunarsvæðum auk aðkomuganga til stöðvarhúshella.

Mannvit veitir þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum jarðfræði- og verkfræðihönnunar og á öðrum fagsviðum sem snerta jarðgangaverkefni.  Einnig getur Mannvit kallað til aðra sérfræðinga eftir ástæðum fyrir farsæla úrlausn jarðgangaverkefna.

Helsta þjónusta tengt jarðgöngum:

 • Hönnun, ráðgjöf og eftirlit
 • Jarðfræðirannsóknir, jarðverkfræði og bergtæki
 • Hönnun vegganga, frá A til Ö, að meðtöldum raf- og vélbúnaði
 • Hönnun allra neðanjarðarmannvirkjana fyrir virkjanir.

Sérþekking á sviði jarðgangahönnunar ásamt samþættingu umhverfis-, jarðtæknirannsókna og verkeftirlits tryggir viðskiptavinum okkar áhættuminni og hagkvæmari framkvæmd með áherslu á að halda tíma- og kostnaðaráætlun.

Þjónusta nær yfir:

 • Jarðgöng í bergi
 • Jarðgöng í setlögum
 • Forrannsóknir
 • Jarðfræðirannsóknir og boranir
 • Yfirfylltur stokkur
 • Jarðfræðikortlagning í göngum
 • Boruð göng
 • Berggæðamat (Q-mat)
 • Mannvirkjajarðfræði og bergtækni
 • Mat á styrkingarþörf
 • Stálþil
 • Mat á vatnsinnrennsli og viðbrögð
 • Jarð- og bergfestur
 • Bergþétting
 • Styrktur jarðvegur
 • Loftræsing
 • Staurarekstur
 • Líkanreikningar, RocLab and Phase2

Tryggvi Jónsson

Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

422 3045