Landmælingar

Mannvit býður upp á alla hefðbundna landmælingaþjónustu eins og hæðar- og þríhyrninganetsmælingar, landamerkjamælingar, yfirborðsmælingar, færslumælingar og eftirlitsmælingar í byggingum, vegagerð, jarðgöngum, höfnum og við önnur tengd mannvirki.

Landmælingar eru óaðskiljanlegur hluti framkvæmda og hjá Mannviti starfa reyndir landmælingamenn sem unnið hafa að opinberum og einkaframkvæmdum, bæði stórum og smáum, allt frá vega- og mannvirkjagerð til stærri  orkuframkvæmda, hafnargerðar og  iðnaðarverkefna.

Mælingamenn Mannvits notast við nýjasta tækja- og hugbúnað frá Trimble þar á meðal GPS-tæki, alstöðvar, stafræn fínhallatæki og hallamálstæki auk búnaðar til einfaldra dýptarmælinga.

Landmælingaþjónusta:

  • Framkvæmdamælingar
  • Yfirborðsmælingar
  • Landamerkjamælingar
  • Reyndarmælingar
  • Færslumælingar
  • Fastmerkjamælingar
  • Hæðarmælingar
  • Útsetningar
  • Dýptarmælingar í höfnum og vötnum

Meðal verkefna er ýmis landmælingaþjónusta fyrir Vegagerðina, Alcoa, Bechtel, Landsnet, Landsvirkjun, Faxaflóahafnir og Reykjavíkurborg.

Rúnar G Valdimarsson

Byggingarverkfræðingur

422 3070