Sjálfbærni

Sjálfbærar verkfræðilausnir eru hagkvæmar lausnir sem skapa ávinning fyrir umhverfi og samfélag. Mannvit hefur í gegnum tíðina unnið að sjálfbærum lausnum við hönnun mannvirkja og almenna ráðgjöf. Fyrirtækið er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001 og leitast við að hafa sjálfbærni sjónarmið í fyrirrúmi í öllum sínum verkum.

Til þess að hægt sé að tryggja velferð samfélagsins til framtíðar er ljóst að tæknileg þróun og framfarir þurfa að eiga sér stað innan þolmarka náttúrunnar. Því skiptir miklu að sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi við verkfræðilegar úrlausnir, þar sem eftir fremsta megni er hugað að endingartíma/líftíma mannvirkja og þeim ábata sem verk geta skilað fyrir umhverfið.

Mannvit hefur í gegnum tíðina komið að fjölda verkefna þar sem sjálfbær hugsun er ríkjandi. Öll ráðgjöf í umhverfismálum hefur það m.a. að markmiði að umhverfisáhrif verði í lágmarki og hugað sé vel að öllum þáttum tengdum umhverfi og góðum frágangi.  Sama á við í almennum verkefnum sem fyrirtækið tekur sér fyrir hendur, dæmi um almenn verkefni þar sem hugað er til sjálfbærni er meðal annars:

  • Hönnun vistvænna húsa
  • Blágrænar ofanvatnslausnir
  • Endurnýjanleg orka og eldsneyti
  • Vistvænar samgöngur
  • Hagkvæmar orkulausnir
  • Úrgangsstjórnun / meðhöndlun úrgangs

Sjálfbærni í verkfræði snýr að því að skapa hagkvæmar lausnir sem veita bæði viðskiptavini og umhverfinu ávinning til framtíðar.

Tengiliðir

Sandra Rán Ásgrímsdóttir

Sjálfbærniverkfræðingur

sandra@mannvit.is

422 3180

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismála

rb@mannvit.is

422 3054