1.1.0001 29.05.09

Mannvit hjólaði í vinnuna

Nú er heilsu- og hvatningarátakinu „Hjólað í vinnuna“ lokið. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir átakinu en meginmarkmið þess er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Mannvit sigraði í sínum stærðarflokki í keppni um fjölda þátttökudaga og varð í öðru sæti í keppni um flesta kílómetra. Samanlagður fjöldi daga sem starfsmenn Mannvits hjóluðu, gengu eða tóku strætó var 1.563 dagar og þeir fóru alls um 15.400 km þá 14 vinnudaga sem keppnin stóð.

Starfsmenn lögðu margir hverjir mikið á sig á meðan á átakinu stóð og eru að vonum ánægðir með árangur erfiðisins. Átakið samræmist vel samgöngustefnu Mannvits en markmið hennar er að uppfylla ferðaþörf starfsmanna á hagkvæman og vistvænan hátt. Nánar um stefnuna hér.

Þó átaki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sé lokið munu starfsmenn Mannvits að sjálfsögðu halda áfram að ferðast á hagkvæman og vistvænan hátt til og frá vinnu.