1.1.0001 23.01.04

Kísilgúrvinnsla úr Ytriflóa Mývatns

Matsskýrsla vegna kísilgúrvinnslu úr Ytriflóa Mývatns hefur verið lögð fram til Skipulagsstofnunar.  Í skýrslunni er fjallað um þrjú ný námusvæði, samtals um 0,7 km2 að flatarmáli.

 

Ný námusvæði munu koma í veg fyrir lokun verksmiðjunnar, þar sem kísilgúr er á þrotum innan núverandi námusvæðis.  Með nýju námusvæðunum lengist mögulegur vinnslutími um 2-3 ár, sem er forsenda þess að Kísiliðjan nái að uppfylla gildandi samninga áður en áform um lokun verksmiðjunnar koma til framkvæmda.  Á næstu árum er í stað Kísiliðjunnar fyrirhugað að reisa nýja verksmiðju til framleiðslu á kísildufti, sem mun nota aðflutt hráefni.

 

Hönnun hf. hafði umsjón með matsvinnunni en Kísiliðjan er framkvæmdaraðili.

 

Allir hafa rétt til að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og leggja fram athugasemdir til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.  Athugasemdir þurfa að berast fyrir 10. mars 2004.  Úrskurðar Skipulagsstofnunar er að vænta 7. apríl 2004.  Hægt er að nálgast matsskýrsluna hér á heimasíðu Hönnunar hf.

 

Matsskýrsla vegna kísilgúrvinnslu í Ytriflóa

 

Viðauki 1 - Vatnagróður í Ytriflóa Mývatns

Viðauki 2 - Gróðurathuganir í Mývatni

Viðauki 3 - Vatnafuglar á Ytriflóa Mývatns

Viðauki 4 - Dreifing flórgoða á Ytriflóa Mývatns

Viðauki 5 - Langtímabreytingar á fjölda álfta í felli á Mývatni 1974-2000

Viðauki 6 - Uppeldisskilyrði og útbreiðsla urriðaseiða í Ytriflóa Mývatns

Viðauki 7 - Botndýralíf í Ytriflóa Mývatns

Viðauki 8 - Kísilgúrvinnsla úr Ytriflóa Mývatns

Viðauki 9 - Útreikningar á ölduhæð við Slútnes