1.1.0001 22.01.04

Snjóflóðavarnir á Norðfirði

Matsskýrsla vegna Snjóflóðavarna á Norðfirði, Tröllagiljasvæði hefur verið lögð fram til Skipulagsstofnunar.  Áætlað er að byggja fjórar gerðir snjóflóðavarnarvirkja ofan við innsta hluta bæjarins á svokölluðu Tröllagiljasvæði.  Um er að ræða 1.855 m löng upptakastoðvirki í Tröllagiljum í um 400-600 m h.y.s., sambærileg þeim sem reist voru við gerð varnanna við Drangagil.  Byggður verður 620 m langur þvergarður og 23 keilur þar fyrir ofan.  Innst á svæðinu verður svo byggður 390 m langur leiðigarður.  Varnir á Tröllagiljasvæðinu eru þriðji áfangi af sex í því að verja byggðina á Norðfirði gegn snjóflóðum.

 

Hönnun hf hafði umsjón með matsvinnunni og Fjarðabyggð er framkvæmdaraðili.

 

Allir hafa rétt á að leggja fram athugasemdir til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.  Athugasemdir þurfa að berast fyrir 17. mars næstkomandi.  Úrskurðar Skipulagsstofnunar er að vænta 14. apríl 2004. 

 

Hægt er að nálgast matsskýrsluna hér á heimasíðu Hönnunar hf.

 

Matsskýrsla fyrir snjóflóðavarnir á Norðfirði

 

Viðauki A  (10.5 MB)

Viðauki B    (7.6 MB)