1.1.0001 17.12.03

Bjarnarflagsvirkjun

Matsskýrsla Bjarnarflagsvirkjunar og Bjarnarflagslínu 1 hefur verið lögð fram til Skipulagsstofnunar. Fyrirhuguð virkjun er 90MW og nýtir jarðvarma. Hún er staðsett í Bjarnarflagi í Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið nálægt þjóðvegi 1, vestan Námafjalls. Auk virkjunarinnar er fyrirhugað að leggja um 10 km langa 132 kV háspennulínu, Bjarnarflagslínu 1, frá Bjarnarflagsstöð að Kröflustöð til að tengja virkjunina raforkuflutningskerfi Landsvirkjunar.

Markmiðið með Bjarnarflagsvirkjun og Bjarnarflagslínu 1 er að mæta aukinni raforkuþörf á almennum markaði og áformum um aukna sölu á raforku til stóriðju á næstu árum.

Hönnun hf hafði umsjón með matsvinnunni og Landsvirkjun er framkvæmdaraðili.

Allir hafa rétt á að kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir og leggja fram athugasemdir til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Athugasemdir þurfa að berast fyrir 4. febrúar 2004. Úrskurðar Skipulagsstofnunar er að vænta 3. mars 2004.

Hægt er að nálgast matsskýrsluna hér á heimasíðu Hönnunar hf.

 

Bjarnarflagsskýrsla (pdf, 8 MB)