1.1.0001 19.10.02

Nám kalkþörungasets úr Arnarfirði

Áform eru uppi um að hefja kalkþörungavinnslu úr Arnarfirði, á Vestfjörðum. Stofnað hefur verið undirbúningsfélag um vinnsluna, Íslenska kalkþörungafélagið ehf. og er félagið framkvæmdaraðili þessa verks. Haft hefur verið samráð við írska fyrirtækið CSM (Celtic Sea Minerals) um marga þætti þessa máls og búist er við að það fyrirtæki muni taka verulegan þátt í framkvæmdum í Arnarfirði. Vinnsla kalkþörunga felur í sér dælingu kalkþörungasets af sjávarbotni og frekari vinnslu þess í verksmiðju sem yrði reist í firðinum. Í verksmiðjunni er útbúin söluvara úr setinu og er áætlað að flytja vöruna á erlendan markað.

Í matsskýrslunni er að finna niðurstöður þeirra athugana sem fram hafa farið að undanförnu. Athuganirnar tengjast matsvinnunni með einum eða öðrum hætti en með hjálp þeirra er unnt að gera grein fyrir mögulegum áhrifum vinnslunnar á nánasta umhverfi.

Tilgangur matsskýrslu er að varpa ljósi á ástand umhverfis á námusvæðum í Arnarfirði og meta möguleg umhverfisáhrif fyrirhuguðrar efnistöku.

 

Samantekt

 

MATSSKÝRSLA