1.1.0001 01.05.02

Stækkun ÍSAL í Straumsvík

ÁGRIP OG HELSTU NIÐURSTÖÐUR

 

Íslenska álfélagið hf., ISAL, sem er framkvæmda- og rekstraraðili álversins í Straumsvík, kannar nú möguleika á stækkun álversins. Samkvæmt þeim áformum sem uppi eru yrði ársframleiðsla að stækkun lokinni allt að 460.000 tonn (t) á ári.

Markmiðið með stækkun álversins er að auka framleiðslugetu þess og þar með hagkvæmni

rekstursins. Tímasetning stækkunar og hugsanleg áfangaskipting ræðst einkum af niðurstöðum viðræðna við orkuframleiðendur um öflun raforku. ISAL var stofnað árið 1966 af svissneska álfélaginu Alusuisse.

Fyrsta áfanga álversins lauk árið 1969 og var ársframleiðslugeta þá 33.000 t. Síðan þá hefur

álverið verið stækkað nokkrum sinnum, auk þess sem tæknibreytingar og bættur

búnaður hafa aukið ársframleiðslu þess. Í dag framleiðir álverið um 170.000 t á ári,

en starfsleyfi nær til allt að 200.000 t ársframleiðslu.

Nafnbreytingar hafa orðið á Alusuisse og heitir það nú algroup. Á árinu 2000

eignaðist kanadíska álfélagið Alcan svissneska fyrirtækið algroup. ISAL er þar með

orðið hluti af Alcan samsteypunni, sem er annað stærsta álfyrirtæki í heiminum í dag.

 

SKÝRSLAN (11 MB)

Viðaukaskrá

Viðauki A - Skýrslur og álit sérfræðinga
Viðauki a1Dreifingarspá fyrir stækkun álvers ISAL í Straumsvík. Snorri Páll Kjaran og Sigurður Lárus Hólm, verkfræðistofan Vatnaskil, mars 2002.
Viðauki a2Dreifing mengunarefna í Faxaflóa frá fyrirhugðum vothreinsibúnaði álvers ISAL í Straumsvík. Snorri Páll Kjaran og Sigurður Lárus Hólm, verkfræðistofan Vatnaskil, mars 2002.
Viðauki a3Áhrif vatnstöku ISAL á grunnvatnsstreymi til Straumsvíkur. Snorri Páll Kjaran og Sigurður Lárus Hólm, verkfræðistofan Vatnaskil, mars 2002.
Viðauki a4Mat á samfélagslegum áhrifum stækkunar ISAL. Sigfús Jónsson, Nýsir hf., mars 2002.
Viðauki a5Þjóðhagsleg áhrif stækkunar ISAL. Þjóðhagsstofnun, febrúar 2002
Viðauki a6Rannsóknir á lífríki fjöru í Hraunavík austan Straumsvíkur. Agnar Ingólfsson og María Björk Steinarsdóttir, Vistfræðistofa Líffræðistofnunar Háskólans, drög að lokaskýrslu, apríl 2002.
Viðauki a7Lífríki á klapparbotni neðansjávar í Hraunavík. Jörundur Svavarsson, Líffræðistofnun Háskólans, drög að lokaskýrslu, apríl 2002.
Viðauki a8Mat á hljóðstigi frá ISAL eftir fyrirhugaða stækkun. Snorri Sigurjónsson, Hönnun hf., mars 2002.
Viðauki B - Ýmislegt
Viðauki b1Núverandi starfsleyfi fyrir Íslenska álfélagið hf. vegna álverksmiðjunnar í Straumsvík. Umhverfisráðuneytið, 1995.
Drög að endurskoðuðu starfsleyfi vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins. Hollustuvernd ríkisins, 2002.
Viðauki b2Bréf frá Umhverfisráðuneytinu, mars 2002. Stefna íslenskra stjórnvalda varðandi losun gróðurhúsalofttegunda.
Viðauki b3Efni athugasemda sem bárust við drög að matsskýrslu og hvernig tekið var á þeim í matsskýrslu.
Viðauki b4Greinargerð með tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarlóð ISAL. Arkís ehf., Landark og Landslag ehf., mars 2002.