1.1.0001 19.07.01

Jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar

 

Framkvæmdin sem hér er kynnt á vegum Vegagerðarinnar er 5,9 km löng jarðgöng og 8,0 km langur vegur á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar í Suður-Múlasýslu. Framkvæmdin er liður í að bæta samgöngur innan Austfirðingafjórðungs og að tengja betur saman Suðurfirði Austurlands og kjarna Mið-Austurlands. Framkvæmdin mun stytta leiðina milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar um 31 km en hún er í dag um 52 km. Styttingin á milli Mið-Austurlands og Suðurfjarða verður um 34 km.

 

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000, sbr. 5.gr. og lið 10.ii. í 1. viðauka laganna.

 

Núverandi vegur á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar fyrir Vattarnesskriður er hluti af svokölluðum Suðurfjarðavegi. Vegurinn telst varasamur því slysatíðni á honum er nokkuð há og ofanflóð algeng. Gert er ráð fyrir að jarðgöngin muni liggja í gegnum fjallgarðinn milli Hrúteyrar í Reyðarfirði og bæjarins Dala í Fáskrúðsfirði. Nokkrir möguleikar hafa verið skoðaðir á legu jarðganganna í fjallgarðinum, en valin staðsetning er talin best út frá tækni- og hagkvæmnissjónarmiðum. Aðstæður til jarðgangagerðar á umræddum stað eru taldar fremur góðar miðað við íslenskar aðstæður.

 

Jarðgöng og vegur á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar

Til að geta skoðað skýrsluna þarf Acrobat Reader, ókeypis tilfang, sem hægt er að nálgast með því að smella hér.


  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Forsíða skýrslunnar

    Myndir úr viðauka A:
  • Mynd 1 - Jarðgöng og vegur
  • Mynd 2: Yfirlitsmynd af framkvæmdasvæði
  • Mynd 3: Loftmynd af framkvæmdasvæði, göng og nýir vegir
  • Mynd 12: Sjónræn áhrif - Yfirlitsmynd af vegi og gangamunna í Reyðarfirði
  • Mynd 17: Sjónræn áhrif - Yfirlitsmynd af vegi og gangamunna í Fáskrúðsfirði