1.1.0001 24.08.01

Ný hafnarmannvirki innan hafnarinnar á Seyðisfirði

YFIRLIT OG HELSTU NIÐURSTÖÐUR

Í tengslum við komu nýrrar ferju færeyska fyrirtækisins Smyril Line áætlar Hafnarsjóður Seyðisfjarðar að gera ný hafnarmannvirki innan hafnarinnar á Seyðisfirði. Markmiðið með fyrirhugaðri byggingu hafnarmannvirkjanna er að skapa góðar aðstæður fyrir ferjuna til að leggjast að bryggju og fyrir afgreiðslu farþega og ökutækja. Bakland hafnarsvæðisins nýtist annarri hafsækinni starfsemi og eða annarri atvinnuuppbyggingu í komandi framtíð. Nýja hafnarsvæðið mun verða í botni Seyðisfjarðar neðan við byggðina að sunnanverðu. Það mun verða staðsett á grynningum við ósa Fjarðarár og mun hafnarsvæðið liggja um 190 til 240 m út í fjörðinn.

 

Áætlað er framkvæmdir hefjist á síðari hluta ársins 2001 og stefnt er að þeim verði að fullu lokið árið 2004. Áætlað er að starfsmenn, um 15 til 20 manns, verði að vinna við framkvæmdirnar þegar mest er yfir sumartímann, en búast má við að yfir háveturinn liggi þær að mestu niðri. Heildarkostnaður við dýpkun og uppfyllingu, gerð hafnarkants, ekjubrúar, landgangs, farþega- og tollafgreiðslu ásamt brú yfir ósa Fjarðarár er áætlaður um 500 milljónir króna.

 

Ný hafnarmannvirki - Matsskýrsla