1.1.0001 19.05.01

Höfn við iðnaðarsvæðið í Reyðarfirði

 

Í tengslum við fyrirhugaða byggingu álvers, á iðnaðarlóð við Hraun í Reyðarfirði í Suður-Múlasýslu, auk annarrar hafsækinnar starfsemi á svæðinu áætlar Hafnarsjóður Fjarðabyggðar að byggja þar hafnarmannvirki í tveimur áföngum. Hafnarsjóður Fjarðabyggðar verður framkvæmdaraðili, rekstraraðili og eigandi hafnarinnar.

 

Fyrirhuguð framkvæmd er hluti af Noral verkefninu sem hefur verið í gangi um nokkurra ára skeið en verkið felur í sér vatnsaflsvirkjanir á Austurlandi, álver á Reyðarfirði ásamt nauðsynlegum stoðveitum, lóð og hafnaraðstöðu og aðrar fjárfestingar í stoðveitum.

 

Markmiðið með byggingu hafnarmannvirkja á iðnaðarsvæðinu að Hrauni í Reyðarfirði er að auðvelda efnisflutninga til og frá fyrirhuguðu álveri. Höfnin getur einnig nýst til að taka á móti stærri skipum með vörur til og frá Austurlandi því lengd hafnargarðs og viðlegudýpi verður meira en við aðrar hafnir á Austfjörðum.

 

Í fyrsta áfanga hafnarframkvæmda verður byggður 260 m langur viðlegukantur með allt að 14,3 m viðlegudýpi til austurs frá Mjóeyri. Gert er ráð fyrir því allt að 230 m löng skip með allt að 60.000 dwt flutningsgetu, eða tvö minni skip í einu, geti legið við kantinn. Frá viðlegukantinum og til lands verður grjótvarinn garður. Stærð þess svæðis er fer undir hafnarmannvirkin í 1. áfanga verður um 6 ha.

 

Höfn við iðnaðarsvæðið í Reyðarfirði

 

Til að geta skoðað skýrsluna þarf Acrobat Reader, ókeypis tilfang, sem hægt er að nálgast með því að smella hér.


Myndir
Mynd 1 | Mynd 2 | Mynd 3 | Mynd 4
Mynd 5 | Mynd 6 | Mynd 7 | Mynd 8
Mynd 9 | Mynd 10 | Mynd 11 | Mynd 12
Mynd 13 | Mynd 14 | Mynd 15