1.1.0001 02.06.09

EFNISTAKA ÚR LAMBAFELLI Í LANDI BREIÐABÓLSSTAÐAR, SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI

MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM
MATSSKÝRSLA

Í námu í Lambafelli í landi Breiðabólsstaðar í Sveitarfélaginu Ölfusi hefur efnistaka verið stunduð í um 20 ár.  Hlíðardalsskóli ehf. tók við rekstri námunnar á árinu 2008.  Með mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar efnistöku er unnið að því að tryggja rekstur námunnar til að minnsta kosti næstu 30 ára.  Áætluð efnistaka á tímabilinu er 12.000.000-15.000.000 m3.

Í matsskýrslu er fjallað um umhverfisáhrif fyrirhugaðrar stækkunar efnistökusvæðis í Lambafellsnámu.  Miðað við fyrirhuguð áform mun efnistökusvæðið stækka um rúmlega 21 ha.  Heildar flatarmál svæðisins er að lokum áætlað 29,2 ha.

Matsskýrslan er í athugun hjá Skipulagsstofnun.  Niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskýrsluna mun liggja fyrir innan þriggja vikna.