Þínar þarfir í fararbroddi

Loftslagsváin sem er yfirvofandi kallar á raunverulegar aðgerðir á heimsvísu. Ef gera á verulegar breytingar þarf skýra framtíðarsýn, skuldbindingu og þekkingu. Viðskiptavinir okkar búa yfir þessu. Mannvit hefur sameinast alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu COWI og er það liður í því að styðja við markmið viðskiptavina okkar á vegferð grænna umskipta.

Fyrirtækin standa bæði vel að vígi í orku, innviðum, umhverfismálum, byggingum og iðnaði og deila að auki sömu gildum og sýn þar sem markmiðin eru skýr: Við stuðlum að sjálfbærum heimi þar sem fólk og samfélög fá að vaxa og dafna. Þess vegna höfum við sett okkur það markmið að á næstu árum komi allar okkar tekjur frá verkefnum sem stuðla að sjálfbærri þróun. Frá því að við hófum þessa vegferð höfum við alfarið hafnað verkefnum sem snúa að jarðefnaeldsneyti, bæði leit og framleiðslu.

> Nánar

Úr 280 í 8.000 sérfræðinga um allan heim

Viðskiptavinir okkar og samstarfsaðilar á Íslandi munu nú njóta stuðnings frá 8.000 sérfræðingum á Norðurlöndunum, Bretlandi, í Norður-Ameríku og Asíu. Þannig sameina COWI og Mannvit krafta sína á sviði verkfræði, hönnunar, orku og umhverfis og auk nýtist sérfræðiþekking Mannvits á nýtingu jarðvarma og vatnsafls víða um heim. Þetta gerir okkur kleift að skapa lausnir í sameiningu sem bæta lífsgæði fólks og komandi kynslóða.

Þeistareykjavirkjun

Við komum að hönnun, umhverfismati og verkefnastjórnun á jarðvarmavirkjuninni að Þeistareykjum. Virkjunin framleiðir raforku sem nægt getur 160.000 íslenskum heimilum.

> Nánar

Theistareykjavirkjun geothermal power plantMynd/ Landsvirkjun

Bus rapid transit (BRT)

Mynd/ Tripoli Architects

Borgarlínan 

Við mótuðum hágæða almenningssamgöngukerfi sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu í góðu samstarfi við ríkið og sveitarfélög. Borgarlínan dregur úr umferð og stuðlar að heilsusamlegri og umhverfisvænni borg.

> Nánar

Hjúkrunarheimili á HÚSAVÍK

Vistvæn hönnun hjúkrunarheimilisins leiðir af sér betri innivist, hefur jákvæð áhrif á samfélagið og eykur vellíðan íbúa og starfsfólks. Við komum að allri verkfræðihönnun þar sem lagt var upp með að notast við vistvæn byggingarefni sem samræmast markmiðum um sjálfbæra hönnun.

> Nánar

Nursing home

Mynd/ Arkís

Eskja

Mynd/ Gungör Tamzok

Uppsjávarfrystihús Eskju

Við komum að undirbúningi, hönnun og byggingarstjórnun á uppsjávarfrystihúsi Eskju auk rafvæðingar fiskimjölsverksmiðjunnar, sem er ein fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar við Norður-Atlantshaf. Breytingin hefur jákvæð áhrif á umhverfið, lækkar orkukostnað og dregur verulega úr útblæstri.

> Nánar

Vinnustaður og svo miklu meira

Við trúum því að velsæld stuðli að betri frammistöðu og að betri frammistaða ýti undir vellíðan. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur munt þú starfa með fólki sem er ávallt reiðubúið að rétta fram hjálparhönd. Okkar helsta hvatning er að skapa vinnustað framtíðarinnar; umhverfi þar sem fólk fær að vaxa og dafna. Og þótt að verkefnin okkar séu stór og jafnvel alvarleg þá tökum við okkur sjálf mátulega hátíðlega.

Ef þú gengur til liðs við okkur verður þú hluti af alþjóðlegu samfélagi sérfræðinga þar sem gagnkvæm miðlun á þekkingu fer fram. Þú færð einnig tækifæri til þess að vinna þvert á landamæri og breyta áskorunum í sjálfbærar lausnir. Auk þess er starfsþróun mikilvægur þáttur sem við sinnum vel fyrir hvern og einn starfsmann. Allt þetta stuðlar að því að þú fáir að þróast og þroska nýja hæfni og við fáum verðmætan starfskraft með haldbæra þekkingu. Þannig erum við öll í fararbroddi grænna umskipta.

HÖRÐUR BJARNASON, VEGA- OG UMFERÐARVERKFRÆÐINGUR, ÍSLAND

„Það er margt sem liggur að baki hverri einustu götu, stíg eða brú og þú þarft ekki að gera annað en að líta út um gluggann – þá sérðu eitthvað sem samgönguverkfræðingur hefur unnið að (...) Það sem er líklega mest gefandi í mínu starfi er að vita að við séum að forða slysum og mögulega bjarga mannslífum.“ 

> NÁNAR UM HÖRÐ

Man with hands in pockets against night cityscape
COWI employee Jónína de la Rosa

Jónína de la Rosa, arkitekt og lýsingarhönnuður, Ísland

„Þegar ég byrjaði að starfa innan verkfræðigeirans þá fékk ég allt aðra sýn á fagið (…) Lýsingarhönnun er svo miklu meiri verkfræði og eðlisfræði í rauninni…“

> Nánar um Jónínu

 

Fæðingarorlof

Að verða foreldri er dásamleg upplifun og á þessum tímamótum er fátt mikilvægara en stuðningur við fjölskyldur. Til þess að létta undir með nýbökuðum foreldrum og forráðamönnum bjóðum við hjá COWI upp á sex mánaða fæðingarorlof með uppbótargreiðslum til þess að tryggja að þú haldir þínum tekjum meðan á orlofi stendur.

> Nánar

man with a girl sitting and playing in the forest

Hafðu samband við okkur

COWI Ísland ehf.

Urðarhvarfi 6

203 Kópavogi

Sími: 422 3000
cowi_is@cowi.com

kt.: 430572 0169



KÓPAVOGUR, RANNSÓKNARSTOFA

Sími: 422 3000

AKRANES

Sími: 422 3000

AKUREYRI
Sími: 422 3000

Egilsstaðir
Sími: 422 3000

Húsavík

Sími: 422 3000

Reyðarfjörður

Sími: 422 3000

Selfoss

Sími: 422 3000

BSI skírteini

BSI certifications logos