Myglusveppir og rakavandamál

Mygla og aðrir sveppir eru hluti af okkar náttúrulega umhverfi, og eru nauðsynlegur hluti af niðurbroti úti í náttúrunni. Myglusveppur fjölgar sér með því að senda frá sér smásæ gró sem dafna og vaxa ef þau lenda þar sem næg næring og reki er til staðar. Mygla og raki verða að vandamáli þegar þau eru komin inn í híbýli okkar, hvort sem er á vinnustað eða heimili.

Mannvit býður uppá skoðanir á húsnæði þar sem sérfræðingar skoða mygluvandamál út frá byggingartæknilegu sjónarmiði. Mannvit ráðleggur aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari raka og lekavandamál, ásamt úrbótum á myglusmituðum svæðum. Við bjóðum einnig uppá rakamælingar og úttektarskýrslur þegar við á.

Til þess að myglusveppur nái að vaxa innandyra er vandamálið alltaf háð því að vatn eða raki sé einnig til staðar, því án nægilegs raka vex myglan ekki. Því er mikilvægasta skrefið í að komast fyrir mygluvandamál að koma í veg fyrir rakamyndun og leka áður ef farið er í að þrífa og fjarlægja myglusmituð byggingarefni og innanstokksmuni. Því ef mygla er þrifin án þess að komið verði í veg fyrir raka og leka mun myglan og vandamálin sem fylgja henni koma aftur.

Við bjóðum uppá mygluskoðanir og sérfræðiálit ásamt tillögum til úrbóta. Bjóðum jafnframt uppá rakamælingar og úttektarskýrslur ef þörf er á.

 

Tryggvi Jónsson

Framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar