Sýnileikagreining

Mat á sjónrænum áhrifum framkvæmda er einn þáttur í mati á umhverfisáhrifum. Helstu spurningar sem leita þarf svara við tengdar sjónrænum áhrifum framkvæmda eru:

  • Hvaðan munu mannvirkin sjást?
  • Hversu mörg mannvirki verða sýnileg (t.d. háspennulínur)?

Landupplýsingakerfi nýtist vel við mat á sýnileika fyrirhugaðra mannvirkja og áhrifum þeirra á landslagið. Sérfræðingar Mannvits nota ArcGIS hugbúnaðinn til að greina sýnileika. Það felst meðal annars í því að kortleggja sjónlinur frá ákveðnum föstum punktum og meta þannig á einfaldan hátt sýnileika mannvirkja í landslaginu.

ArcGIS er einnig öflugt tæki til myndrænnar framsetningar á breytingum sem verða og áhrifum mannvirkja á landslag.

Landupplýsingakerfi nýtast vel við mat á sýnileika fyrirhugaðra mannvirkja og áhrifum þeirra á landslag.

Axel Valur Birgisson

Fagstjóri umhverfismála