
COWI kaupir Mannvit
Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið COWI hefur náð samkomulagi...
Mannvit verkfræðistofa veitir tæknilega ráðgjöf í orku, iðnaði og mannvirkjagerð. Við sérhæfum okkur í verkfræði, jarðvísindum, umhverfismálum, upplýsingatækni og byggingarefnarannsóknum auk verkefnastjórnunar og heildarumsjón verkefna.
Ráðgjöf Mannvits byggir á meira en hálfrar aldar reynslu og þekkingu. Við vitum að þær ákvarðanir sem við tökum í dag, munu hafa áhrif á hag og velferð fólks og umhverfis á morgun. Þess vegna leggjum við ríka áherslu á sjálfbærni í öllu okkar starfi.
Fjölbreytt verkreynsla og þekking skilar viðskiptavinum okkar traustri og faglegri ráðgjöf á sviði orku, iðnaðar og mannvirkjagerðar samkvæmt ströngustu gæðakröfum.