Framsækin verkfræðistofa og tækniþjónusta

Mannvit verkfræðistofa veitir tæknilega ráðgjöf í orku, iðnaði og mannvirkjagerð. Við sérhæfum okkur í verkfræði, jarðvísindum, umhverfismálum, upplýsingatækni og byggingarefnarannsóknum auk verkefnastjórnunar og heildarumsjón verkefna.

Ráðgjöf Mannvits byggir á meira en hálfrar aldar reynslu og þekkingu. Við vitum að þær ákvarðanir sem við tökum í dag, munu hafa áhrif á hag og velferð fólks og umhverfis á morgun. Þess vegna leggjum við ríka áherslu á sjálfbærni í öllu okkar starfi.

Traust

Traust verður ekki keypt, heldur ávinnst það með verkum okkar.

Víðsýni

Víðsýni opnar okkur nýjar leiðir við úrlausn verkefna.

Þekking

Þekking er undirstaða þjónustu okkar sem byggist á menntun og hugviti starfsfólks.

Gleði

Gleði eykur starfsánægju sem skilar sér til viðskiptavina.

Verkefni um víða veröld

Kynntu þér fjölbreytt verkefni Mannvits um allan heim

Skoða kort