Efnaferli

Mannvit veitir víðtæka ráðgjöf í efnaverkfræði og hefur fyrirtækið sinnt fjölbreyttum verkefnum á því sviði.

Sérfræðingar Mannvits hafa tekið þátt í þróun og byggingu rafstöðva sem nýta Kalina tækni og ORC (organic rankine cycle) tækni til að framleiðslu raforku úr heitu vatni. Í Hellisheiðarvirkjun hefur verið sett upp lofthreinsistöð sem hefur það hlutverk að hreinsa hluta brennisteinsvetnis í útblæstri virkjunarinnar. Í hreinsistöðinni eru brennisteinsvetni og koltvísýringur skilin frá jarðhitagasinu, leyst upp í vatni frá virkjuninni og dælt niður á 1.000 metra dýpi.

Diverse project portfolio - Mannvit.is

Í tengslum við umhverfisvæna orkugjafa og orkutækni hefur Mannvit sinnt fjölþættum verkefnum vegna nýtingar hauggass til framleiðslu metans á bifreiðar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Einnig hefur fyrirtækið tekið þátt í verkefnum sem tengjast framleiðslu lífdísils, lífetanóls og vetnis. Eitt slíkt er lífdísilverksmiðja Orkeyjar á Akureyri sem getur framleitt um 300 tonn á ári af eldsneyti úr úrgangi. Jafnframt hafa sérfræðingar okkar komið að uppbyggingu metanólverksmiðju CRI sem fangar koltvísýring úr útblæstri jarðhitavirkjunar og breytir í vistvænt metanól.

Loks má nefna jarðgerð úr lífrænum úrgangi og sorpi sem og gasvinnslu úr lífrænum úrgangi frá landbúnaði, sorpi o.fl. Sérfræðingar okkar hafa komið að öllum stigum undirbúnings á gas- og jarðgerðarstöðvum höfuðborgarsvæðisins og á Akureyri.

Metan á bílaflotann, metanólframleiðsla úr koltvísýringi og hreinsun brennisteinsvetnis úr útblæstri eru á meðal verkefna sem Mannvit hefur komið að.

Tengiliðir

Teitur Gunnarsson

Fagstjóri efnaferlis

teitur@mannvit.is

+354 422 3143

Þór Tómasson

Efnaverkfræðingur, M.Sc.

thort@mannvit.is

+354 422 3225