Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmiðin eru leiðarvísir að sjálfbærari heimi árið 2030. Þau eru markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hafa ríki, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki um allan heim tileinkað sér þau. Mannvit hefur tileinkað sér Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og bíður viðskiptavinum fjölbreytta þjónustu tengda þeim.

Stefnumótun og vinnustofur 

Mannvit hefur í vaxandi mæli unnið með heimsmarkmiðin bæði í starfsemi innanhúss sem og við ráðgjöf. Meðal þeirrar þjónustu sem Mannvit býður upp á er stefnumótun, jafnt fyrir fyrirtæki, stofnanir sem og sveitarfélög, sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og felur í sér markmiðasetningu, mælikvarða og aðgerðaráætlun. Þá býður Mannvit einnig upp á kynningar og vinnustofur sem byggja á Heimsmarkmiðunum. Vinnustofurnar hafa það að markmiði að þátttakendur öðlist grunnþekkingu á heimsmarkmiðunum, verði meðvitaðri um áhrif sín á þau og geti áttað sig á tækifærum til að gera enn betur. Vinnustofurnar eru sérsniðnar að hverjum hópi fyrir sig og aðlagaðar að þörfum verkkaupa.  Niðurstöður vinnustofa og kynninga er hægt að nýta til áframhaldandi markmiðasetningar eða stefnumótunar innanhúss.

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna

"Vinnustofur eru kjörin leið við innleiðingu Heimsmarkmiðanna í stefnumótun"
Sandra Rán, sjálfbærniverkfræðingur.

Tengiliðir

Sandra Rán Ásgrímsdóttir

Sjálfbærniverkfræðingur MPhil

sandra@mannvit.is

+354 422 3180

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismála

rb@mannvit.is

+354 422 3054

Hafðu samband

Fyrir frekari upplýsingar eða til þess að halda vinnustofu

Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur 
sandra@mannvit.is - 422 3000.