Jarðfræði og bergtækni

Mannvit annast víðtæka ráðgjöf í jarðfræði og bergtækni fyrir mannvirkjagerð.  Þar má nefna m.a. jarð- og berggrunnsathuganir, jarðfræðikortlagningu, grunnvatnsmælingar, jarðefnaathuganir, borrannsóknir og berggæðamat.

Jarð- og berggrunnsathuganir eru nauðsynlegur þáttur fyrir skipulagningu byggðar og mannvirkjagerð og fyrir mat á burðarhæfi jarð- og berggrunns. Kortleggja þarf gerð og þykkt lausra jarðlaga, gerð berggrunns, kanna sprungur og misgengi, stöðu grunnvatns, gera nauðsynlegar prófanir á jarðefnum og bergi. 

Fyrir neysluvatnsöflun, hvort heldur úr brunnum eða borholum, er lagt mat á lekt og vatnsgæfni jarðlaga. Kortlögð er lega og vatnsleiðni jarðmyndana og gerðar lektar- og dæluprófanir.

Rannsóknir og prófanir eru gerðar á bergi til að meta styrk, stífleika og stæðni fyrir grundun mannvirkja, bergfestur, bergskeringar, bergþéttingar o.fl. Veitt er ráðgjöf um sprengiaðferðir og metin stærðardreifing í grjótnámi.

Mannvit hefur víðtæka reynslu á sviði jarðgangagerðar.  Sérfræðingar okkar hafa margra ára reynslu við hönnun, ráðgjöf og eftirlit með gerð jarðganga, tengdum virkjunum og vegagerð.

_DSC4651 2.jpg

Bergtækni

Margþættar bergtæknilegar prófanir vegna undirbúningsvinnu, hönnunar og ákvörðunar bergstyrkinga fyrir ýmis jarðgöng.

Dæmi um slík veggöng:

 • Bolungarvíkurgöng
 • Norðfjarðargöng
 • Vaðlaheiðargöng
 • Dýrafjarðargöng

Dæmi um slík jarðgöng í tengslum við vatnsaflsvirkjanir:

 • Aðrennslisgöng Búðarhálsvirkjunar.
 • Frárennslisgöng Hvammsvirkjunar í Neðri Þjórsá.
 • Frárennslisgöng Urriðafossvirkjunar í Neðri Þjórsá.

Ýmsar bergprófanir til að ákvarða skilyrði og hönnunarforsendur fyrir grundun ýmissa mannvirkja, til dæmis eftirfarandi:

 • Harpa – Tónlistar- og ráðstefnuhús, bílakjallari.
 • Gagnaver Verne í Reykjanesbæ.
 • Virkjanir í Neðri Þjórsá, yfirborðsmannvirki.
 • Byggingareitur á Barónsstíg fyrir fjölbýlis-og verslunarhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur.
 • Búðarhálsvirkjun, yfirborðsmannvirki.
 • Vatnsfellsvirkjun, yfirborðsmannvirki.
 • Fjarðaál í Reyðarfirði.

Jarð- og berggrunnsathuganir eru grunnþáttur við gerð jarðganga og annarra mannvirkja.

Tengiliðir

Atli Karl Ingimarsson

Fagstjóri jarðtækni

atli@mannvit.is

+354 422 3092

Matthías Loftsson

Jarðverkfræðingur M.Sc.

ml@mannvit.is

+354 422 3090

Haraldur Hallsteinsson

Jarðfræði M.Sc.

haraldurh@mannvit.is

+354 422 3331