Jarðfræði og bergtækni

Mannvit annast víðtæka ráðgjöf í jarðfræði og bergtækni fyrir mannvirkjagerð.  Þar má nefna m.a. jarð- og berggrunnsathuganir, jarðfræðikortlagningu, grunnvatnsmælingar, jarðefnaathuganir, borrannsóknir og berggæðamat.

Jarð- og berggrunnsathuganir eru nauðsynlegur þáttur fyrir skipulagningu byggðar og mannvirkjagerð og fyrir mat á burðarhæfi jarð- og berggrunns. Kortleggja þarf gerð og þykkt lausra jarðlaga, gerð berggrunns, kanna sprungur og misgengi, stöðu grunnvatns, gera nauðsynlegar prófanir á jarðefnum og bergi. 

Fyrir neysluvatnsöflun, hvort heldur úr brunnum eða borholum, er lagt mat á lekt og vatnsgæfni jarðlaga. Kortlögð er lega og vatnsleiðni jarðmyndana og gerðar lektar- og dæluprófanir.

Rannsóknir og prófanir eru gerðar á bergi til að meta styrk, stífleika og stæðni fyrir grundun mannvirkja, bergfestur, bergskeringar, bergþéttingar o.fl. Veitt er ráðgjöf um sprengiaðferðir og metin stærðardreifing í grjótnámi.

Mannvit hefur víðtæka reynslu á sviði jarðgangagerðar.  Sérfræðingar okkar hafa margra ára reynslu við hönnun, ráðgjöf og eftirlit með gerð jarðganga, tengdum virkjunum og vegagerð.

Bergtækni

Margþættar bergtæknilegar prófanir vegna undirbúningsvinnu, hönnunar og ákvörðunar bergstyrkinga fyrir ýmis jarðgöng.

Dæmi um slík veggöng:
• Bolungarvíkurgöng.
• Norðfjarðargöng.
• Vaðlaheiðargöng.

Dæmi um slík jarðgöng í tengslum við vatnsaflsvirkjanir:

 • Aðrennslisgöng Búðarhálsvirkjunar.
  • Frárennslisgöng Hvammsvirkjunar í Neðri Þjórsá.
  • Frárennslisgöng Urriðafossvirkjunar í Neðri Þjórsá.

Ýmsar bergprófanir til að ákvarða skilyrði og hönnunarforsendur fyrir grundun ýmissa mannvirkja, til dæmis eftirfarandi:

 • Harpa – Tónlistar- og ráðstefnuhús, bílakjallari.
  • Gagnaver Verne í Reykjanesbæ.
  • Virkjanir í Neðri Þjórsá, yfirborðsmannvirki.
  • Byggingareitur BARON fyrir fjölbýlis-og verslunarhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur.
  • Búðarhálsvirkjun, yfirborðsmannvirki.
  • Vatnsfellsvirkjun, yfirborðsmannvirki.
  • Fjarðaál í Reyðarfirði.

Jarð- og berggrunnsathuganir eru grunnþáttur við gerð jarðganga og annarra mannvirkja.

Tengiliðir

Matthías Loftsson

Fagstjóri jarðfræði og bergtækni

ml@mannvit.is

422 3090