Jarðtækni og grundun

Jarðtæknileg hönnun er mikilvægur liður í undirbúningi allra mannvirkja og hafa sérfræðingar Mannvits mikla reynslu á þessu sviði. Umfangsmestu verkefnin tengjast flest virkjunum, hafnargerð, stífluhönnun, samgöngumannvirkjum og stóriðju.

Ráðgjafar Mannvits búa yfir mikilli reynslu af jarðtæknilegri hönnun og eftirliti með slíkum mannvirkjum. Þeir meta burðarþol, reikna stæðni, gera sigspár og meta hættu á ysjun í jarðskjálftum. Í stærri verkefnum er oft þörf umfangsmikilla og sérhæfðra jarðtæknirannsókna á lausum jarðlögum og berggrunni til að meta eiginleika þeirra.

Rannsóknir eru skipulagðar á þeim jarðefnum, sem á að nýta og einnig á grunni mannvirkja. Þar sem djúpt er niður á klöpp eru stundum boraðar SPT- og/eða CPT-holur sem gefa til kynna eiginleika jarðvegsins. Einnig eru tekin óhreyfð sýni sem eru prófuð á rannsóknarstofu til að meta skerstyrk og sigeiginleika.

Byggingar eru stundum grundaðar á staurum ef djúpt er niður á fast eða jarðvegur burðarlítill t.d. í mýri. Þegar um léttari byggingar er að ræða er sá kostur fyrir hendi að fergja byggingarreitinn áður en framkvæmdir hefjast til að ná fram áætluðu sigi sem byggingin myndi annars valda.

Í stærri verkefnum er oft þörf á umfangsmiklum og sérhæfðum jarðtæknirannsóknum.

Tengiliðir

Atli Karl Ingimarsson

Fagstjóri jarðtækni

atli@mannvit.is

+354 422 3092

Jórunn Halldórsdóttir

Byggingarverkfræðingur

jorunn@mannvit.is

+354 422 3035

Þorri Björn Gunnarsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Jarðtækni

tbg@mannvit.is

+354 422 3210

Benedikt Stefánsson

Jarðtækniverkfræðingur M.Sc. Jarðtækni

benedikts@mannvit.is

+354 422 3187