Lagnir og loftræstingar

Mannvit sérhæfir sig í hönnun lagnakerfa af ýmsu tagi fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinberar stofnanir enda hefur fyrirtækið hlotið verðlaun Lagnafélags Íslandsoftar en nokkur önnur verkfræðistofa.

Við bjóðum heildstæða ráðgjöf og eftirlit, hvort sem um er að ræða hefðbundin lagna- og loftræstikerfi eða sérhæfðari verkefni,  olíulagnir, kælikerfi, þrýstiloftslagnir, vatnsúða- eða gasslökkvikerfi.

Sérfræðingar Mannvits hafa hannað lagna- og loftræstikerfi fyrir íbúðar- og iðnaðarhúsnæði, verksmiðjur og verslunarmiðstöðvar bæði heima og erlendis.

 

Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM)

Mannvit býr yfir mikilli þekkingu og reynslu við þrívíddarhönnun og gerð upplýsingalíkana af burðarvirkjum og lagnakerfum. Helsti hugbúnaður sem notaður hefur verið við gerð upplýsingarlíkana (BIM) hjá Mannviti er: 

  • MagiCAD – Hönnun og teiknun loftræsi-, lagna- og rafkerfa
  • Navisworks – kerfi til samþættingar ólíkra 3D hugbúnaðarkerfa í eitt líkan

Meðal verkefna í lögnum og loftræstingu má nefna Hörpu, Korputorg, Kauptún 3-7, Holtagarða, stækkun Kringlunnar,  Sælandsskóla, FSU, Vörumiðstöð Samskipa, Bakkann Vöruhótel, Íslenskrar erfðagreiningu og gagnaver Verne á Ásbrú. 

[macroErrorLoadingPartialView]