Plötupróf - Þjöppupróf

Mannvit býður uppá framkvæmd á þjöppuprófun / plötuprófun á malarfyllingum og hefur áralanga reynslu af gerð slíkra prófana.

Þjöppupróf eða plötupróf er krafa samkvæmt byggingarreglugerð og er notað til að mæla þjöppun jarðvegsfyllinga og staðfesta að nægri þjöppun sé náð áður en byrjað er að reysa sökkla undir byggingar/mannvirki. Plötupróf eru einnig notuð í vegagerð til að mæla þjöppun fyllingar, styrktarlags eða burðarlags og gefur nálgun á burðarþoli/broti jarðvegsfyllinga úr kornóttum (granular) eða samlímdum (cohesive) jarðvegi.

Prófunin fer þannig fram að mælt er álag og sig plötu sem er 450 mm í þvermál (eða 300 mm). Vökvatjakk, sem mælir þrýstiálag, allt að 5,6 tonn er komið fyrir á plötunni. Yfir tjakknum er farg (grafa, valtari eða vörubíll með hlassi) til að spyrna við tjakkinn og Mannvit býður upp á þann möguleika að koma með farg til að tjakka undir ef vinnuvélar eru farnar af vinnusvæðinu. Tjakkað er í nokkrum þrepum og á sjálfberandi slá eru þrjú mæliúr sem mæla sigið á plötunni. 

Mannvit á ferðabúnað til plötuprófana og býður upp á að gera prófanir á stöðum sem eru fjarlægir höfuðborgarsvæðinu. Á starfstöðvum okkar á Húsavík og Reyðarfirði er þjálfað starfsfólk sem getur gert þessi próf.

Hægt er að hafa samband beint við rannsóknarstofu Mannvits í síma 422-3500 eða senda tölvupóst á plotuprof@mannvit.is

_DSC4972 2.jpg

Tengiliðir

Þorbjörg Hólmgeirsdóttir

Fagstjóri rannsóknarstofu

thh@mannvit.is

+354 422 3501

Guðrún Eva Jóhannsdóttir

Jarðfræðingur M.Sc. Rannsóknarstofa

gudruneva@mannvit.is

+354 422 3503