Plötupróf

Mannvit býður uppá framkvæmd plötuprófunar og leggur til sérútbúinn vörubíl til plötuprófunar. Plötupróf er notað til að mæla þjöppun jarðvegsfyllinga. Það er gert á verkstað fyrir ýmis mannvirki svo sem húsbyggingar og vegi.

Prófunin fer þannig fram að mælt er álag og sig plötu sem er 450 mm í þvermál (algengasta þvermál). Vökvatjakk,  sem mælir þrýstiálag, er komið fyrir á plötunni. Yfir tjakknum er vörubíll með hlassi, grafa eða valtari til að spyrna við tjakkinn. Tjakkað er í nokkrum þrepum. Sjálfberandi slá ber uppi þrjú mæliúr sem mæla sigið. Plötuprófið gefur einnig nálgun á burðarþoli/broti jarðvegsfyllinga úr kornóttum jarðvegi (granular) eða samlímdum (cohesive).

Búnaður til plötuprófana er til staðar bæði á rannsóknarstofu okkar í Kópavogi og á Akureyri.

Búnaðinn á Akureyri er auðvelt að flytja, t.d. í flugvél, og því hægt að þjónusta allt landið með plötuprófanir en sá böggull fylgir skammrifi að verkkaupi þarf sjálfur að útvega hlassið þegar hann er notaður.

Þorbjörg Hólmgeirsdóttir

Fagstjóri rannsóknarstofu

thh@mannvit.is