Samgöngur, veitur og skipulag

Umferðar- og skipulagsmál verða sífellt umfangsmeiri og flóknari með uppbyggingu þéttbýlis og aukinni vitund íbúa um nágrenni sitt. Sérfræðingar Mannvits veita alhliða ráðgjöf á sviði samgönguskipulags, m.a. með umferðarspám og umferðarhermun.

Hjá fyrirtækinu er mikil þekking á hönnun og byggingu hvers konar samgöngumannvirkja, s.s. jarðganga, flugvalla, hafna, vega og brúa.

Mannvit býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu á hönnun og byggingu veitumannvirkja hvort sem um er að ræða hitaveitur, vatnsveitur, gagnaveitur og fráveitur auk dælustöðva og útrása.

Mannvit getur séð um alla verkþætti, allt frá áætlanagerð, grunnrannsóknum og hönnun til innkaupa, framkvæmdaeftirlits og rekstrarráðgjafar.

Tryggvi Jónsson

Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

422 3045