Alþjóðlegt samstarf

Rannsóknarstofa Mannvits tekur  virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi. Um er að ræða margháttaða starfsemi, m.a. rannsóknarverkefni, vinnu að staðlamálum, ráðgjöf og efnisprófanir.

Microscope.jpg

Umfangsmesta rannsóknarverkefnið, sem Mannvit sinnir á alþjóðlegum vettvangi, eru rannsóknir á alkalískemmdum í steypu en þar er unnið að þróun nýrra prófunaraðferða. Þessar aðferðir eru  byltingarkenndar þar sem prófaðir eru strendingar sem steyptir eru úr steinsteypu í stað múrstrendinga eins og gert hefur verið um árabil á Íslandi. Rannsóknarstofan hýsir jafnframt alþjóðlegt setur um alkalírannsóknir en það er samstarfsverkefni fimmtán sérfræðinga frá tíu þjóðlöndum og þremur heimsálfum. 

Rannsóknarstofa Mannvits er með rammasamning við norsku Vegagerðina um prófanir á steinsteypu og íefnum hennar auk þess að veita ráðgjöf og prófa efni vegna framkvæmda við vatnsorkuver á Grænlandi, sprautusteypu fyrir jarðgöng í Noregi og efnisprófanir á norskum steypuefnum. Til viðbótar þessu er starfsfólk rannsóknarstofu Mannvits öflugt við að sækja ráðstefnur og fundi erlendis til kynningar og samráðs.

Mannvit tekur þátt í að þróa nýjar prófunarferðir til að meta alkalívirkni.

Tengiliðir

Þorbjörg Hólmgeirsdóttir

Fagstjóri rannsóknarstofu

thh@mannvit.is

+354 422 3501