Sjávarútvegur
Mannvit hefur unnið fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, útgerðir og fiskvinnslur um áratuga skeið. Þjónusta Mannvits við sjávarútveg snýr m.a. að verkefnastjórnun, verkfræðihönnun og almennri verkfræðiráðgjöf, útboðsgögnum, kostnaðar-, gæða- og framkvæmdaeftirliti.

Hjá Mannviti hefur byggst upp umfangsmikil reynsla af verkefnum tengdum sjávarútvegi og iðnaði. Sú reynsla hefur leitt til uppbyggingar tækni- og verkþekkingar sem er einn af hornsteinum áframhaldandi þjónustu við sjávarútveg.
Meðal verkefna í sjávarútvegi má nefna:
- Fiskimjölsverksmiðjur og mjölgeymslur
- Frystigeymslur
- Fiskvinnslustöðvar og nótastöðvar
- Fiskeldisstöðvar og fóðurgeymslur
- Hafnarmannvirki
- Vinnuvernd, öryggis- og umhverfismál
- Starfsleyfi og mat á umhverfisáhrifum
- Meðhöndlun frárennslis og úrgangs
- Stjórnkerfi og stýringar
- SCADA, MES (Manufacturing Execution Systems) og gagnasöfnun
- CE merkingar og úttektir
- Núvirðismat eigna
- Brunavarnir
- Útboð, samningar og innkaup fyrir verkkaupa
Með traustri og faglegri ráðgjöf tryggjum við viðskiptavinum okkar áhættuminni og hagkvæmari framkvæmd með áherslu á að halda tíma- og kostnaðaráætlun.
Tengiliðir
Play
Kynningarmyndband