Umhverfisstjórnun

Flest stærri iðnfyrirtæki þurfa samkvæmt ákvæðum starfsleyfa að vakta áhrif starfsemi sinnar á umhverfið og finna leiðir til að draga úr mengun. Mannvit veitir ráðgjöf við ýmiss konar leyfisumsóknir, umhverfisstjórnun, undirbúning starfsleyfa og vöktunaráætlanir fyrir stóriðju, sjávarútveg, jarðhitavirkjanir, meðhöndlun úrgangs og ýmis iðnfyrirtæki á Íslandi.  Mannvit aðstoðar fyrirtæki og stofnanir einnig við skýrslugjöf til yfirvalda m.a. fyrir útstreymisbókhald og grænt bókhald. 

Þróunin hefur verið sú að umhverfisstjórnun er oftar en ekki samtvinnuð stjórnkerfi fyrirtækja og stofnana.  Mannvit hefur tekið þátt í þessari þróun og hefur aðstoðað við stefnumótun og innleiðingu umhverfisstjórnunar-kerfa.  Mikilvægur þáttur í umhverfisstjórnun er að afla gagna um grunnástand umhverfisþátta, skipulags og samfélags áður en starfsemi hefst og fylgjast með frammistöðu  fyrirtækja í umhverfismálum varðandi þessa þætti þessara þátta í rekstri.  Umfang og eðli framkvæmda ráða þvií hvar lögð er áhersla á að safna upplýsingum og fylgja eftir.

Markviss undirbúningur starfsleyfa og vöktunaráætlana er grundvöllur árangursríkrar umhverfisstjórnunar. 

Tengiliðir

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismála

rb@mannvit.is

+354 422 3054

Auður Andrésdóttir

Jarðfræðingur M.Sc. Umhverfismál

audur@mannvit.is

+354 422 3139

Haukur Einarsson

Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál

haukur@mannvit.is

+354 422 3016