Vindorka - Vindmyllur

Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi og hefur Mannvit komið að undirbúningi vindmyllugarðs á Suðurlandi og Vesturlandi. Mannvit býr yfir áratuga þekkingu af undirbúningi vatnsafls- og jarðvarmavirkjana og sú fjölbreytilega þekking hefur nýst vel í vindorkuverkefni sem m.a. hefur falið í sér verkefnisstjórn mats á umhverfisáhrifum en sérfræðingar fyrirtækisins búa yfir mikilli reynslu á því sviði. Í undirbúningi vindorkuverkefna hefur Mannvit einnig komið að jarðgrunnsathugun, landslags- og ásýndargreiningu, athugun á hljóðvist, samráði og samtali við hagsmunaaðila og vegtenginga.

Mannvit hefur jafnframt þekkingu á hönnun undirstaðna, turna, stöðvarhúsa og tengibygginga, vegagerð og reisingarsvæða (hardstand) fyrir uppsetningu vindmylla. Mannvit býr yfir mikilli reynslu við hönnun raflagna, bæði háspenna og lágspenna, reisingu og lagningu strengja til flutninga á raforku.

Vindorka Vindmyllur

Uppsetning og tengingar

Mannvit hefur jafnframt þekkingu á verkeftirliti og upplýsingatækni auk tenginga við raforkunet Landsnets. Flutningsgreining á turnum, vængjum, vélbúnaði og verkefnastjórnun við uppsetningu og innkaup.

 

Samskipti við hagsmunaaðila

Að auki býr Mannvit yfir þekkingu sem snýr að myndrænni framsetningu í þrívíddarumhverfi sem unnt er að nýta í gerð hreyfimynda og í vefumhverfi. Nýjustu tölvuforrit, loftmyndagrunnar og stafræn kort í bland við útfærslur inn á ljósmyndir og video gerir okkur kleift að leggja fram myndrænar tillögur að lausnum fyrir viðskiptavini og hagsmunaaðila.

Hjá Mannviti starfar öflugur hópur sérfræðinga og tæknimanna sem er sérhæfður í uppsetningu mannvirkja, vegahönnun og verkefnastjórnun svo fátt eitt sé upptalið.

Tengiliðir

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismála

rb@mannvit.is

+354 422 3054

Haukur Einarsson

Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál

haukur@mannvit.is

+354 422 3016

Frímann Þór Guðleifsson

Alþjóða verkefnastjórnun M.Sc. Verkefnastjórnun

frimann@mannvit.is

+354 422 3177