Vistvænar byggingar og skipulag

Áhersla á vistvænar lausnir í skipulagi og byggingariðnaði eykst stöðugt og verða þær sífellt mikilvægari þáttur í hágæða hönnun þar sem lögð er sérstök áhersla á þægindi og vellíðan fyrir notendur og dregið er úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Mynd fyrir vistvænar byggingar, vistvæna hönnun og breeam vottun nr 2

Hjá Mannviti starfar hópur reynslumikilla sérfræðinga sem býr yfir þeirri þekkingu sem þarf til úrlausna slíkra verkefna. Meðal verkefna sem Mannvit hefur unnið að má nefna mat á visthæfi skipulags nýs hverfis í Urriðaholti í Garðabæ skv. BREEAM Communities og hönnun nýs fangelsis í Reykjavík þar sem unnið var eftir BREEAM International New Constructiion.

BREEAM stendur fyrir Building Research Establishment Environmental Assessment Method og er markmið aðferðarinnar að:

 • Tryggja félagslegan og efnahagslegan ávinning á sama tíma og dregið er úr neikvæðum áhrifum á fólk og umhverfi, 
 • Veita áreiðanlega vottun,
 • Auka eftirspurn eftir sjálfbærri hönnun.

BREEAM International fyrir byggingar

Með BREEAM International staðlinum er hægt að votta visthæfi nýrra bygginga, endurnýjunar eða stækkunar fyrirliggjandi bygginga. Auk þess er hægt að fá vottun sérstaklega fyrir annars vegar frágang innanhúss (fit out) og hins vegar skel og kjarna byggingarinnar (shell and core). Aðferðin gerir framkvæmdaaðilum kleift að meta, bæta og sýna fram á umhverfislegan ávinning í byggingum á kerfisbundinn hátt.

 

BREEAM Communities fyrir skipulag hverfis eða svæðis

BREEAM Communities staðallinn nær yfir hverfi eða afmörkuð svæði þar sem mörg mannvirki eru staðsett en ný útgáfa af staðlinum kom út í ágúst 2012. Markmið með staðlinum er að hjálpa hönnunarteymi, framkvæmdaaðilum og skipulagsaðilum að bæta, mæla og sjálfstætt votta sjálfbærni hverfis á hönnunar- og skipulagsstigi. Mikil áhersla er lögð á að hafa áhrif á sjálfbærni á fyrstu stigum verkefna gegnum þátttöku almennings, stefnumörkun fyrir svæðið sem um ræðir og hönnun. 

Efnisflokkar sem lagt er mat á:

 • Samráð og stjórnun
 • Félagsleg og efnahagsleg velferð
 • Auðlindir og orka
 • Landnotkun og vistfræði
 • Samgöngur og hreyfing

 

Byggingar, BREEAM International

Vistvæn bygging verður ekki vistvæn af sjálfu sér, rétt hönnun og rekstur eru nauðsynleg til að ná fullum ávinningi. Það er því mikilvægt að strax á hönnunarstigi sé skilgreint hvaða kröfur skuli gerðar til frammistöðu byggingarinnar og þeim fylgt eftir við hönnun, framkvæmdir og rekstur byggingarinnar.

 • Orka
 • Heilsa og vellíðan
 • Efnisval
 • Stjórnun
 • Landnotkun og vistfræði
 • Mengun
 • Samgöngur
 • Úrgangur
 • Vatn
 • Nýsköpun

Með BREEAM International staðlinum eru skilgreindar kröfur til visthæfis bygginga.

Svanurinn

Svanurinn er norrænt vottunarkerfi sem nýverið hefur tekið upp vottanir á byggingar en er hægt að fá einbýli, fjölbýli, skóla og leikskóla vottaða samkvæmt Svaninum. Svanurinn leggur áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum byggingar og bæta auðlindanýtingu.

Tengiliðir

Ólöf Kristjánsdóttir

Fagstjóri Samgöngur

olof@mannvit.is

+354 422 3320

Sandra Rán Ásgrímsdóttir

Sjálfbærniverkfræðingur MPhil

sandra@mannvit.is

+354 422 3180

Alma D. Ívarsdóttir

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Lagnir og loftræsting

almai@mannvit.is

+354 422 3065