Mannvit dagur 1 - Mannvit.is
Frétt - 12.05.2014

Ársskýrsla 2013 á vef

Ársskýrsla Mannvits fyrir árið 2013 er komin á vefinn. Í ár er sú breyting gerð að skýrslan er gefin út á sérstökum vef sem býður uppá nýjungar í hönnun og útliti. Líkt og á seinasta ári er ársskýrslan eingöngu gefin út á netinu í stað prentútgáfu. Mannvit hélt uppá 50 ára afmæli sitt á árinu 2013 þar sem haldið var uppá viðburðarríka sögu félagsins frá stofnun þess 1963. Afmælinu var m.a. fagnað með útgáfu afmælisritsins Framfarir í 50 ár, sem er safn svipmynda úr sögu fyrirtækisins og forvera þess en um leið þáttur í sögu atvinnulífs, framkvæmda og mannlífs á mesta framfararskeiði Íslandssögunnar. 

 

Opna ársskýrslu Mannvits 2013