Íslenska sjávarútvegssýningin - Mannvit.is
Frétt - 14.09.2014

Íslenska sjávarútvegssýningin

Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin dagana 25.–27. september í Fífunni í Kópavogi. Líkt og 2011 verður Mannvit með kynningarbás þar sem starfsmenn okkar taka vel á móti gestum. Við bjóðum gestum að hitta okkur á bás númer D60, ræða verkefni sín og kynna sér þjónustu Mannvits við íslenskan sjávarútveg. 

Mannvit hefur á að skipa sérfræðingum með mikla reynslu í þjónustu við sjávarútveg og er einn af stofnaðilum íslenska sjávarklasans. Mannvit hefur unnið fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sveitarfélög, útgerðir og fiskvinnslur um áratuga skeið. Þjónusta Mannvits í sjávarútvegi snýr m.a. að verkefnastjórnun, verkfræðihönnun og almennri verkfræðiráðgjöf, gerð útboðsgagna, kostnaðar-, gæða- og framkvæmdaeftirliti. 

 

Um 150 íslenskir aðilar munu taka þátt og kynna þjónustu við sjávarútveg, tæki, búnað og afurðir. Reiknað er með að yfir 13.000 gestir sæki ráðstefnuna, þar á meðal mikill fjöldi erlendra gesta. Til samanburðar komu 13.500 gestir frá 52 löndum á sýninguna 2011.

 

Sjávarútvegssýningin er einstaklega góður vettvangur til að kynna sér allt frá veiðarfærum, tækninýjungum til vinnslu, umbúða og dreifingar afurða. Samhliða sýningunni verða sjávarútvegsverðlaunin afhent í sjötta sinn að loknum fyrsta degi ráðstefnunnar, fimmtudaginn 25 september í Gerðarsafni Kópavogs. Sjávarútvegssýningin verður opin kl. 10–18 fimmtudag og föstudag en kl. 10–16 laugardaginn 27. september.