Fossvogsskóli - Mannvit.is
Frétt - 11.03.2019

Vegna fréttaflutnings af sýnatöku Mannvits í Fossvogsskóla

Með vísan í fréttaflutning síðustu daga um rakaskemmdir í Fossvogsskóla telur Mannvit rétt að koma á framfæri að skoðun Mannvits var ekki úttekt á húsnæðinu. Verkbeiðnin sem Mannviti barst frá Reykjavíkurborg var um ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. Skoðun og sýnataka var framkvæmd í samræmi við þá verkbeiðni og ábendingar um aðgerðir tóku mið af því.

Settar voru fram tillögur að fyrstu skrefum í átt að lausn vandans, meðal annars var lagt til að fram færi frekari skoðun á byggingunni, svo sem þakvirki og kjallara. Í framhaldinu var Verkís fengið til að gera úttekt á húsnæðinu.

 

 

Mynd: Fossvogsskóli