IPMA awards Landsvirkjun Mannvit.jpg
Frétt - 20.08.2019

Þeistareykjastöð tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna

Þeistareykjastöð Landsvirkjunar hefur verið tilnefnd til verðlauna á vegum Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélag, IPMA Global Project Excellence Award, í flokki stórra og risastórra verkefna. Verðlaunin verða veitt á 31. heimsþingi IPMA í Mexíkó þann 1. október.

Tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir Landsvirkjun og starfsmenn þess, á því markmiði að reisa hagkvæma og áreiðanlega aflstöð sem tekur mið af umhverfi sínu og náttúru. Ráðgjafarafyrirtækin Mannvit og Verkís eru stolt af þátttöku sinni í verkefninu, en þau hönnuðu virkjunina og fóru með hönnunarstjórnun og verkstjórn ýmissa verkþátta.  Valur Knútsson og Árni Gunnarsson voru yfirverkefnastjórar verkefnisins hjá Landsvirkjun, en Freyr Harðarson og Claus Ballzus hjá Mannviti voru verkefnastjórar við hönnun, útboð og eftirlit með framkvæmdum ásamt Yrsu Sigurðardóttur frá Verkís.

Freyr Harðarson, verkefnisstjóri hjá Mannviti segir verkefnið hafa gengið einstaklega vel og tímasetningar stóðust áætlanir þrátt fyrir erfið skilyrði á verkstað. „Það hefur mikil ánægja að taka þátt í þróun og uppbyggingu Þeistareykjavirkjunar og gleðilegt að afraksturinn hafi farið fram úr væntingum. Landsvirkjun hefur rækt hlutverk sitt af miklum ágætum og stýrt verkefninu af öryggi, dugnaði og fagmennsku. Við viljum því óska Landsvirkjun til hamingju með tilnefninguna.“

Í tilkynningu Landsvirkjunar segir að Þeistareykjavirkjun, sem er 90 MW jarðhitavirkjun Landsvirkjunar og lokið var við 2018, sé tilnefnd ásamt verkefnum fimm annarra fyrirtækja frá Ítalíu, Kína, Indlandi, Rússlandi og Indónesíu. Þeistareykjavirkjun er jafnframt fyrsta jarðvarmavirkjun í heimi sem metin hefur verið samkvæmt drögum að nýjum GSAP-matslykli um sjálfbærni jarðvarmavirkjana (Geothermal Sustainability Assessment Protocol) sem þróaður var í samstarfi íslensku jarðhitafyrirtækjanna, Orku náttúrunnar, Landsvirkjun, HS Orku og orkustofnun undir verkefnastjórn Mannvits.

 

Mynd: Freyr Harðarson, verkefnisstjóri Mannvit á byggingartíma Þeistareykjastöðvar.

Myndband Landsvirkjunar um byggingu Þeistareykjastöðvar: