Frétt - 25.03.2019

Allt að 6 MW virkjun í Þverá í Vopnafirði - Kynning á frummatsskýrslu

Kynning á frummatsskýrslu

Hafið er mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar allt að 6 MW virkjunar í Þverá í Vopnafirði.  Þverá er dragá sem á upptök í vestanverðum Smjörfjöllum, þaðan sem hún rennur niður á láglendi Vopnafjarðar, út í Hofsá og þaðan til sjávar.

Við gerð skýrslunnar voru unnar rannsóknir á gróðri, fuglum, vatnalífi, jarðfræði og fornleifum.  Greint er frá niðurstöðum matsins á þessa þætti og nokkra aðra í frummatsskýrslunni.

Þverárdalur ehf. er framkvæmdaraðili fyrirhugaðrar virkjunar í Þverá.  Mannvit hf. hefur umsjón með frumhönnun virkjunarinnar og er ráðgjafi framkvæmdaraðila við mat á umhverfisáhrifum.

Skipulagsstofnun auglýsir skýrsluna til kynningar mánudaginn 25. mars 2019 og er frestur til athugasemda til Skipulagsstofnunar 6 vikur frá þeim degi.

Frummatsskýrsla og viðaukar: