Spennir Eskifirði
Frétt - 31.08.2020

Uppfærsla 132 kV og 66 kV háspennustrengja

Mannvit hefur allt eftirlit með jarðvegsframkvæmdum, lagningu og tengingu á 66 kV háspennustreng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Einnig er um að ræða eftirlit með lagningu á strengjum, bæði 132 kV og 66 kV út frá tengivirkjunum á Eskifirði og við Egilstaði (Eyvindará) að fyrstu staurastæðu í háspennulínunum.

Eftirlit með uppsetningu rafbúnaðar í fjögur tengivirki á Austurlandi, þ.e. á Eyvindará við Egilstaði, Stuðla við Reyðarfjörð og tengivirkin á Eskifirði og á Norðfirði.

Um er að ræða annars vegar tvær nýjar 132 kV tengivirkisbyggingar með gaseinangruðum (GIS) rofabúnaði á Eyvindará og á Eskifirði og lofteinangraður rofabúnaður á Stuðlum. Á Eyvindará er um að ræða þrjá rofareiti en á Eskifirði er um að ræða fimm rofareiti. Á Stuðlum er hins vegar um að ræða einn nýjan rofareit þ.e. fyrir spennuhækkun á núverandi línu milli Stuðla og Eskifjarðar úr 66 í 132 kV.

Hins vegar er Mannvit með eftirlit með stækkun á 66 kV hluta tengivirkjanna á Eskifirði og á Norðfirði. Á Eskifirði er verið að bæta við tveimur nýjum rofareitum ásamt nauðsynlegum breytingum vegna spennuhækkunarinnar. Á Norðfirði er hins vegar verið að bæta við einum nýjum reit.

Jafnframt hefur Mannvit verið með eftirlit með jarðvegsframkvæmdum og byggingarframkvæmdum vegna þessara tengivirkja og strenglagna.