Svansvottun 16 9
Frétt - 06.09.2022

Af hverju Svansvotta og fyrir hverja? - Hlaðvarp

Frammistaða í umhverfismálum verður æ ríkari þáttur í byggingariðnaðinum. Vottanir bygginga hafa verið að ryðja sér til rúms á Íslandi sem og erlendis. En hvað er Svansvottun og fyrir hverja hentar vottunin? Hver eru fyrstu skrefin og hvað felst í Svansvottun? Hver er ávinningurinn?

Tvenns konar vottanir

Hver er munurinn á BREEAM vottun og Svansvottun bygginga og hvernig eiga aðilar að bera sig að þegar þeir vilja skoða vottun á nýbyggingu eða endurbætur húsnæðis? Hver er reynslan á Íslandi?

Alma Dagbjört Ívarsdóttir er fagstjóri hjá Bættum byggingum deildinni hjá Mannviti og kom í stutt spjall um þessa vottun. Alma segir okkur m.a. hvaða atriði ber að huga að, hverjir ættu að skoða vottunina og hver þróunin er framundan. Hún segir sömuleiðis frá því hverju vottunin skilar eiganda byggingarinnar og notendum húsnæðisins.

Ertu með spurningar varðandi vottanir, Svansvottun eða BREEAM vottun, er hægt að hafa samband við Ölmu  í síma 422 3000.

Hér má sjá frekari upplýsingar um Vottanir og sjálfbærar byggingar | Orku- og innivistarráðgjöf

Alla þætti hlaðvarpsins má finna hér.

Hlusta og gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á streymisveitu: