Arctic Circle 2016 - Mannvit.is
Frétt - 07.10.2016

Arctic Circle 2016

Í dag hófst árlegt þing um framtíð Norðurslóða Artic Circle sem fram fer dagana 7.-9. október í Hörpu. Rúmlega 2000  gestir frá um 40 löndum hafa skráð sig á ráðstefnuna en þetta er í fjórða skipti sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Mannvit er einn af bakhjörlum Arctic Circle ráðstefnunni um framtíð norðurslóða. Skrifstofur Mannvits í Grænlandi, Noregi og hér heima hafa unnið í fjölmörgum verkefnum í tengslum við uppbyggingu á norðurslóðum.

Ráðstefnuna sækja jafnt fræðimenn, þjóðarleiðtogar, innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki til að ræða málefni norðurslóða. Að þessu sinni halda Ban Ki-Moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna og for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar Nicola Stur­geon stefnuræður. Fjöl­marg­ir ráðamenn frá Norður­skauts­ríkj­un­um, Asíu og Evr­ópu flytja ræður á þing­inu ásamt heimsþekkt­um vís­inda­mönn­um og for­ystumönn­um um­hverf­is­sam­taka. Alls verða rúm­lega 90 mál­stof­ur á þingi Arctic Circle með um 400 ræðumönn­um og fyr­ir­les­ur­um. Vefsíða sýningarinnar er www.arcticcircle.org/