Aukin vatnsvinnsla í Vatnsendakrikum í Heiðmörk - Mannvit.is
Frétt - 16.02.2018

Aukin vatnsvinnsla í Vatnsendakrikum í Heiðmörk

Veitur ohf. áforma að virkja þrjár borholur sem þegar eru fyrir hendi í Vatnsendakrikum til viðbótar þeim sem fyrirtækið starfrækir í Vatnsendakrikum. Núverandi vinnsla Veitna í Vatnsendakrikum er um 190 lítrar á sekúndu og hyggst fyrirtækið auka vatnstöku sína þar í skrefum í allt að 300 lítra á sekúndu að meðaltali fram til ársins 2030. Heildarnýting verður þá í samræmi við útgefið nýtingarleyfi Orkustofnunar. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka vatnsvinnslu og dreifa henni á fleiri svæði til að auka öryggi í afhendingu á neysluvatni í framtíðinni.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Matsvinnan er hafin og eru drög að tillögu að matsáætlun til kynningar á heimasíðu Mannvits, www.mannvit.is og á heimasíðu Veitna ohf., www.veitur.is.

Almenningi gefst kostur á að kynna sér þessi drög á framangreindum vefsíðum og setja fram athugasemdir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fram til mánudagsins 5. mars 2018. Hægt er að senda athugasemdir bréfleiðis á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið axel@mannvit.is.
Frestur til að gera athugasemdir er til 5. mars 2018.

Mannvit verkfræðistofa
Axel Valur Birgisson (axel@mannvit.is)
Urðarhvarf 6
203 Kópavogur

Hér að neðan er að finna hlekki á efni tengt mati á umhverfisáhrifum:

Vatnsendakrikar - Drög að matsáætlun

Fylgiskjal 1 Ákvörðun Skipulagsstofnunar

Fylgiskjal 2 Úrskurður ÚUA

Fylgiskjal 3 Nýtingarleyfi OS

Fylgiskjal 4 Umsagnir