BREEAM Vottað Deiliskipulag ARKÍS
Frétt - 11.06.2020

Blikastaðir BREEAM vottaðir

Mannvit vinnur að því að BREEAM votta vistvænan atvinnukjarna við Blikastaði í Mosfellsbæ fyrir Reitir Fasteignafélag. Markmiðið að gera hönnunina eins vistvæna og mögulegt er. Deiliskipulagið er undirbúið fyrir verslunar- og athafnarlóðir í landi Blikastaða. Deiliskipulagssvæðið er um 17 ha að stærð og afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfsstaðavegi, Úlfarsá og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Eitt af sérkennum svæðisins er nálægðin við Úlfarsá og aðliggjandi náttúru.

Um er að ræða vandaða byggð sem á að taka mið af staðarháttum og náttúru, hugmyndum um sjálfbærni ásamt samnýtingu innviða á svæðinu. Um er að ræða sjálfbært deiliskipulag sem miðar m.a. að því að hlífa náttúrunni ásamt því að tryggja að mannvirki standist loftlagsbreytingar. 

 

Mynd: Arkís.