
Blöndulína 3
Kynning umhverfismatsskýrslu Blöndulínu 3
Landsnet hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3, 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar.
Skipulagsstofnun hefur auglýst umhverfismatsskýrslu Blöndulínu 3 til kynningar. Hægt er að senda inn ábendingar og athugasemdir frá og með 25. mars 2022 til 16. maí 2022 á Skipulagsstofnun á netfangið skipulag@skipulag.is.
Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hér, á skrifstofum Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Sauðárkróki, skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla, skrifstofum Akureyrarbæjar og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík.
Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 16. maí 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Vakin er athygli á að Landsnet stendur fyrir opnu húsi á Hótel KEA á Akureyri þann 30. mars nk. milli kl. 19.30 og 21.30, þann 31. mars í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð milli kl. 16.30 og 19.30 og á Nauthóli í Reykjavík 26. apríl milli kl. 16.00 og 18.30. Allir sem vilja kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og fá upplýsingar eru velkomnir.