Uppkeyrsla Þeistareykir - Mannvit.is
Frétt - 30.08.2017

Borunum lokið á Þeistareykjum

Borunum fyrir jarðgufu er lokið og prófanir að hefjast á fyrri vélasamstæðu. Með núverandi borholum er búið að tryggja nægjanlega orku fyrir 90 MW jarðvarmavirkjun að Þeistareykjum. Boraðar hafa verið 10 holur á síðustu tveim árum, þar af ein í Kröflu, og er heildarfjöldi borholna á Þeistareykjum orðinn 18. Mannvit hefur séð um holutoppshönnun og aðstoðað við eftirlit í borunum. Mannvit, í gegnum dótturfélag sitt Mannvit-Verkís, sér einnig um hönnun tengingar við gufuveitu sem hluta af heildarhönnun virkjunarinnar. Gufuveitan er komin í rekstur og er verið nota hana til undirbúnings gangsetningar á fyrri vélasamstæðu.

Prófanir hefjast á fyrri vélasamstæðu

Framkvæmdir við byggingu 90 MW Þeistareykjavirkjunar eru langt komnar og er verið að vinna í uppsetningu á tveimur vélasamstæðum. Verktaki er Fuji Electric og Balcke-Durr. Verið er að ljúka uppsetningu fyrri vélasamstæðunnar og hefjast prófanir og gangsetning í september. Uppsetning á seinni vélasamstæðunni er hafin og er vélasamstæðan sjálf komin upp. Unnið er í uppsetningu lagna og búnaðar. Fyrri vélasamstæðan verður komin í rekstur 1. desember 2017 og seinni vélasamstæðan fer í rekstur 1. apríl 2018. Orkan verður nýtt í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík ásamt því að styrkja raforkudreifingu á norðaustur horni landsins. Mannvit er með eftirlit við uppsetningu vélasamstæðu og stoðkerfa ásamt tæknilegri aðstoð í prófunum og uppkeyrslu virkjunarinnar gegnum Mannvit-Verkís. Fyrir hafði Mannvit-Verkís unnið hönnun virkjuninnar og gerð útboðsgagna.