DJI 0722 2
Frétt - 09.07.2021

Breikkun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni

Kynning á frummatsskýrslu

Hafið er mat á umhverfisáhrifum breikkunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni.

Skipulagsstofnun auglýsir skýrsluna til kynningar frá 9. júlí til 23. ágúst sem er sá tími sem almenningi gefst til að skila inn athugasemdum við frummatsskýrslunni. Athugasemdir skulu berast eigi síðar en 23. ágúst 2021 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Almenningi gefst kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd ásamt niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum fimmtudaginn 15. júlí nk.  Kynningin verður haldin í húsakynnum Vegagerðarinnar (Mótorskálanum), Borgartúni 5-7 í Reykjavík milli kl. 14 og 18.

Á staðnum verða fulltrúar frá Vegagerðinni og Mannviti.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér.