Vettvangsvalir ráðgjafar til verkefnisþróunar - Mannvit.is
Frétt - 22.02.2016

Byggingartæknifræðingur eða verkfræðingur óskast á Akureyri

Mannvit óskar eftir að ráða byggingartæknifræðing eða verkfræðing til starfa við starfsstöð Mannvits á Akureyri. Viðkomandi þarf að geta sinnt fjölbreyttum verkefnum og sinna jöfnum höndum eftirliti með framkvæmdum, byggingarstjórn og minni hönnunarverkefnum á sviði mannvirkjagerðar.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  •         Menntun á sviði byggingartæknifræði eða verkfræði er áskilin.
  •         Sveinspróf eða reynsla af framkvæmdum er æskileg.
  •         Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Við bjóðum upp á:

  •         Góða starfsaðstöðu í lifandi umhverfi.
  •         Metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi.
  •         Alþjóðleg verkefni.
  •         Tækifæri til starfsþróunar.

 

Mannvit býður þjónustu á sviði verkfræði, rekstrar, jarðvísinda, umhverfis, byggingarefnarannsókna, verkefnastjórnunar og heildarumsjónar verkefna. Mannvit er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni og þar starfar öflugur hópur reynslumikilla verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu. Markmið Mannvits er velferð á grunni þekkingar og vísinda. Viðhorfum til verkefna og viðskiptavina verður best lýst með gildum fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.

 

Umsóknarfestur er til og með 2. mars 2016.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Nánari upplýsingar veitir Viðar Jónsson, framkvæmdastjóri starfsstöðvar Mannvits á Akureyri í síma 422 3753 og Einar Ragnarsson, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis í síma 422 3015.

Sótt er um starfið hér á heimasíðu Mannvits. 

 

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.