Ruggero Bertani European Geothermal Innovation Award EGIA 2020
Frétt - 02.06.2020

CarbFix hlaut alþjóðleg nýsköpunarverðlaun

CarbFix hlaut ný­sköp­un­ar­verðlaun Evr­ópska jarðhitaráðsins sem nefnast Ruggero Bertani European Geothermal Innovation við rafræna athöfn þann 27.maí.

Mannvit óskar Orkuveitu Reykjavíkur, ON og CarbFix til hamingju með viðurkenninguna eftir margra ára tilraunastarf og þróun á nýrri tækni við að dæla koltvíoxíði niður í jarðlög. Mannvit er gríðarlega stolt af aðkomu sinni við hönnun og undirbúning þessarar einstöku tækni sem felst í að fanga og farga CO2 úr útblæstri með því að dæla koltvíoxíðinu ofan í berglög basalt­s á um eins kíló­metra dýpi þar sem það steingerist. Verksvið Mannvits í Carbfix verkefninu var að vera með yfirumsjón og samræmingu hönnunar, hafa eftirlit með smíði, uppsetningu og umsjón með uppkeyrslu, ferilhönnun (P&ID) og hönnun þvottaturns ásamt verkhönnun. Nánari upplýsingar um CarbFix verkefnið.

Í dag rekur Orka náttúrunnar hreinsistöð sem er hluti af CarbFix og SulFix verkefninu við Hellisheiðarvirkjun. Stöðin tekur við útblæstri frá Hellisheiðarvirkjun en þar er kolt­ví­sýr­ing­ur 0,42% til 0.37% út­blást­urs. Hreinstöðin skilur úr honum brennisteinsvetni (H2S) og koltvísýring (CO2) áður en því er svo dælt niður í jarðlögin við virkjunina.

Verkefnið er afrakstur samstarfs OR, ON, Mannvit og Háskóla Íslands við menntastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum. Rug­gero Bert­ani verðlaun­in eru veitt fyr­ir­tækj­um fyr­ir ein­stakt fram­lag sitt til jarðhita­nýt­ing­ar, hvort sem um er að ræða vöru­fram­boð, vís­inda­rann­sókn eða frum­kvöðlaverk­efni.

Carbfix verkefnið er einmitt umfjöllunarefni í hlaðvarpsþættinum “Getur Ísland orðið kolefnishlutlaust?” í hlaðvarpi Mannvits: "Sjálfbært samfélag" sem hægt er að hlýða á í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Teitur Gunnarsson efnaverkfræðingur hjá Mannviti við Björgheiði Albertsdóttur um Carbfix verkefnið á Hellisheiðinni og hvað er til ráða við útblástursvanda heimsins. 

Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify og í ApplePodcasts appinu.