Chalk Fjarbúnaður
Frétt - 01.04.2020

Chalk fjaraðstoðarhugbúnaður - Ókeypis leyfi

Mannvit er samstarfsaðili PTC sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þróun hugbúnaðar fyrir fjórðu iðnbyltinguna. PTC býður meðal annars upp á fjaraðstoðarhugbúnaðinn Vuforia Chalk sem nýtir augmented reality tækni (viðbættur veruleiki) og myndsímakerfi til að auðvelda samstarf starfsmanna á verkstað og utan þegar kemur að rekstri, viðhaldi og viðgerðum á búnaði.

Chalk er eins og öflugri útgáfa af Facetime fyrir iðnaðarumhverfi sem er auðvelt að setja upp og nota.

PTC hefur í ljósi aðstæðna í heiminum ákveðið að bjóða viðskiptavinum og samstarfsaðilum ókeypis leyfi fyrir Vuforia Chalk til 30. júní 2020. Fyrirtæki geta verið með allt að 1.000 notendur og virkjað sinn aðgang gegnum þennan tengil.

Myndbandið hér að neðan skýrir með einföldum hætti notkun Chalk:

Hér má sjá grein um hvernig þessi hugbúnaður nýtist í fjarvinnu.

Tengiliðir Mannvits geta veitt aðstoð við uppsetningu, notkun hugbúnaðarins.
Vantar þig aðstoð?

Hafðu samband:

Gunnar Páll Stefánsson
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc., Stjórnkerfi
gps@mannvit.is
422-3465

Einar Pálmi Einarsson
Rafmangsverkfræðingur M.Sc., Stjórnkerfi
einarp@mannvit.is
422-3452