Ólöf Kristjánsdóttir Lowres No Text
Frétt - 21.10.2021

Sjálfbærni samgangna og skipulags – BREEAM og samgöngumat

Dagur verkfræðinnar 2021 verður haldinn föstudaginn 22. október á Hilton Reykjavík Nordica. Sérfræðingar frá Mannvit verða með 2 erindi í einni af þrem málstofum.
Í sal B verða tvö erindi á vegum Mannvits. Kl. 16:10; "Sjálfbærni samgangna og skipulags.– BREEAM og samgöngumat." Ólöf Kristjánsdóttir, fagstjóri samgangna hjá Mannviti.

Albert Skarphéðinsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti stígur svo á svið kl.16:25 of fjallar um "Nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins." 

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Dagskráin er frá kl. 13-17 og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Skráning hér.