Deilihagkerfi i samgoengum mannvit hroenn scheving - Mannvit.is
Frétt - 02.05.2018

Deilihagkerfi í samgöngum

Þann 3.maí fer fram Snjallborgarráðstefna Reykjavíkurborgar í Hörpu kl.8:30-17:30. Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti heldur þar erindi um Deilihagkerfi í samgöngum kl. 14:10. Ráðstefnugestir eiga kost á því að fá far með fyrsta sjálfkeyrandi bílnum á Íslandi í lok ráðstefnu.

Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt og þar ber ýmislegt athyglisvert á góma:

  • Hvaða áhrif munu lausnir eins og deilibílar, hleðslustöðvar fyrir rafbíla, deilihjólastæði, flæðisteljarar og deilihjól hafa á líf borgarbúa og upplifun ferðamanna?
  • Hvernig samkeyrum við gögn sem verða til við innleiðingu nútíma lausna og nýtum þau til betri ákvörðunatöku og nýsköpunar í uppbyggingu borgarinnar?
  • Hvaða tækifæri felast í snjöllum ljósastaurum og sorptunnum?
  • Geta staðbundnir rauntíma hljóð-, veður- og loftgæðisnemar gert okkur að meðvitaðri borgarbúum?

Dagskrá snjallborgarráðstefnunnar er að finna hér http://www.snjallborgin.is/dagskra