Deiliþjónustur Og Snjallsamgöngur Reykjavík
Grein - 11.05.2021

Deilisamgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Margar deiliþjónustur hafa litið dagsins ljós undanfarin ár. Deiliþjónustur eru oft ætlaðar fyrir stuttar ferðir til og frá stoppustöðvum. Breytt hegðunarmunstur er að sjá meðal yngri kynslóða, þar sem margir kjósa að ferðast á ýmsan máta en með þægindin í fyrirrúmi. Deiliþjónustur eins og farveitur, deilihjól og deilibílar á borð við Uber, Lyft, Crabi og MoBike hafa notið gríðarlegra vinsælda víðsvegar um heim. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar er að vera meðal þeirra fremstu varðandi snjallborgir og eru snjallsamgöngur engin undantekning.

Mannvit framkvæmdi rannsóknarverkefni og greiningu á stöðu Reykjavíkursvæðisins varðandi deilisamgöngur og snjallsamgöngur fyrir Reykjavíkurborg. Verkefnið fólst í að greina möguleika á að samþætta mismunandi samgöngumátum líkt og er að eiga sér stað erlendis, sem þekkist sem Mobility as a Service (MaaS) eða deili- og snjallsamgöngur. Deili- og snjallsamgöngur innihalda mismunandi samgöngumáta sem hægt er að nýta sér í einni ferð, frá upphafs- að áfangastað og brúa bilið til og frá stoppistöðvum.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér á vef Mannvits fyrir útgefið efni

 

Þegar litið er á núverandi stöðu í Reykjavík, er borgin með þeim hæstu varðandi fjölda ferða sem farnar eru á bíl. Aðeins í einni borg innan Evrópusambandsins (ESB), Lefkosia á Kýpur, er hlutfallið hærra. Hlutfall fararmáta innan Reykjavíkur skiptist á eftirfarandi hátt samkvæmt rannsókn frá árinu 2018.  Ísland getur því orðið framarlega varðandi snjallborgir með hagkvæmri nýtingu á auðlindum, með þarfir fólksins í fyrirrúmi.

Opna skýrslu